84. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, föstudaginn 28. ágúst 2020 kl. 11:15


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 11:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 11:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur (AFE), kl. 11:15
Inga Sæland (IngS), kl. 11:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 11:35
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 11:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 11:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 11:15

Njáll Trausti Friðbertsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ívar Már Ottason

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:15
Dagskrárlið frestað.

2) Strandveiðar 2020 Kl. 11:15
Nefndin ræddi málið og fékk á sinn fund (kl. 11:45) Örn Pálsson frá Landssambandi smábátasjómanna og (kl. 12:20) Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þorstein Sigurðsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðherra og gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:50